Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík semur við Terrell Vinson
Föstudagur 15. september 2017 kl. 10:09

Njarðvík semur við Terrell Vinson

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við bandaríkska leikmanninn Terell Vinson og mun hann að leika með Njarðvíkingum í vetur í Domino’s deild karla. Vinson er 27 ára gamall framherji sem útskrifaðist árið 2013 frá Massachusetts-háskóla en hann hefur komið við í LEB Gold deildinni á Spáni, Rúmeníu og nú síðast lék hann með Pyrinto Tampere í Finnlandi.

Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, segir að Vinson muni skila leikstöðum 3 og 4 fyrir Njarðvíkurliðið í vetur. „Það verður gott að hafa hreyfanlegan mann í kringum Ragnar í teignum og við væntum mikils af Vilson þar sem hann hefur nú þegar fengið dágóða reynslu úr heimi atvinnumennskunnar.“
Vinston átti met í Massachusetts- háskólanum þegar hann lék þar en hann átti flesta byrjunarleiki eða 128 talsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024