Mánudagur 21. ágúst 2017 kl. 09:46
Njarðvík og Víðir í toppsætum 2. deildar
Njarðvík gerði 1:1 jafntefli við Magna á föstudag. Krystian Wiktorowicz skoraði jöfnunarmark Njarðvíkur í uppbótartíma. Víðir sigraði Huginn 1:0 á laugardaginn. Ari Steinn Guðmundsson skoraði mark Víðis á 8. mínútu. Njarðvík er í 1. sæti og Víðir í 3. sæti 2. deildar.