Njarðvík og Reynir leika í dag
Heil umferð fer fram í 2. deild karla í knattspyrnu í dag en Njarðvíkingar taka þá á móti KS/Leiftri á Njarðvíkurvelli kl. 14:00. Njarðvíkingar gerðu jafntefli í sínum fyrsta deildarleik á útivelli gegn ÍR 2-2.
Reynir Sandgerði heimsækir Sindra en sá leikur hefst einnig kl. 14:00. Sandgerðingar burstuðu Aftureldingu 3-0 í fyrsta leik.