Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík og Reynir gerðu jafntefli í grannaslag - Víðir úr fallsæti
Miðvikudagur 15. júlí 2009 kl. 08:51

Njarðvík og Reynir gerðu jafntefli í grannaslag - Víðir úr fallsæti

Njarðvíkingar og Reynismenn skildu jafnir í sannkölluðum nágrannaslag í gær, 1-1, en þetta var um leið toppslagurinn í 2. deild karla í knattspyrnu.


Á meðan unnu Víðismenn úr Garði stórsigur á Hamri, 4-1, á Garðsvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Reynismenn voru með sex stiga forskot á Njarðvík fyrir leiki gærkvöldsins og leit lengi vel út fyrir að það myndi aukast því að Reynismenn komust yfir á 18. mínútu með marki Hjörvars Hermannssonar.


Njarðvíkingar voru nálægt því að jafna í fyrri hálfleik þegar Árni Þór Ármannsson, sem var að leika sinn 100. leik fyrir UMFN, skaut í þverslána, en staðan var 0-1 í hálfleik.


Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu en síður af góðum sóknarleik og hættulegum færum. Allt stefndi í útisigur Reynismanna þegar Ísak Örn Þórðarson kom boltanum í netið, tveimur mínútum eftir lok venjulegs leiktíma, og tryggði sínum mönnum eitt stig úr leiknum.


Víðismenn hafa ollið töluverðum vonbrigðum í sumar þar sem þeir hafa húkt lengst af í fallsæti, en í gær ráku þeir af sér slyðruorðið með frábærum sigri á botnliði Hamars, 4-1.


Atli Rúnar Hólmbergsson skoraði tvö mörk strax í upphafi fyrri hálfleiks og Cenic Marko skoraði þriðja markið á 79. mínútu og gerði endanlega út um leikinn. Hamarsmenn settu þó eitt mark í sárabót, en Haraldur Axel Einarsson skoraði síðasta mark leiksins í uppbótartíma.


Víðismenn eru komnir upp úr fallsæti, eru í 9. sæti.


Staðan

Mynd/umfn.is