Njarðvík og Keflavík spáð sigri í körfunni
Njarðvíkingum er spáð sigri í Intersport-deild karla í körfuknattleik og Keflavík í 1. deild kvenna í árlegri spá þjálfara og forráðamanna liðanna. Spáin var kynnt á blaðamannafundi hjá KKÍ í dag.
Suðurnesjaliðum er spáð efstu þremur sætunum í Intersport-deildinni þar sem Keflavík og Grindavík eru í öðru og þriðja sæti könnunarinnar.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, segist hafa fulla trú á sínu liði. „Við stefnum á toppinn og það er ágætt að aðrir hafi líka trú á okkur. Ég á annars von á því að deildin verði jöfn í vetur og 4 eða 5 lið eigi eftir að vera að berjast um toppsætin.“ Njarðvíkingar sigruðu Keflvíkinga næsta auðveldlega í keppninni um Meistara Meistaranna um helgina en Einar segir sína menn ennþá eiga mikið inni.
Í 1. deild kvenna er Grindavíkurstúlkum spáð þriðja sætinu og Njarðvíkingum sjötta sætinu og falli niður í 2. deild.
„Þetta er kannski ekki mjög óvænt,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurstúlkna. „Við höfum verið í toppbaráttunni lengi, en við þurfum samt að sækja þennan titil. Ég er viss um að deildin verður jafnari en áður, en við erum með stóran og sterkan hóp sem á eftir að gera atlögu að öllum titlum sem eru í boði.“
Keppni í úrvalsdeild karla hefst á fimmtudag en konurnar hefja leik á miðvikudag.
Spáin fyrir Intersport-deild karla:
1. Njarðvík 414
2. Keflavík 376
3. Grindavík 347
4. Snæfell 345
5. KR 288
6. Haukar 228
7. ÍR 192
8. Skallagrímur 175
9. Fjölnir 166
10.Hamar/Selfoss 111
11.Tindastóll 110
12.KFÍ 60
Spáin fyrir 1. deild kvenna.
1. Keflavík 98
2. ÍS 88
3. Grindavík 78
4. Haukar 50
5. KR 47
6. Njarðvík 24
Suðurnesjaliðum er spáð efstu þremur sætunum í Intersport-deildinni þar sem Keflavík og Grindavík eru í öðru og þriðja sæti könnunarinnar.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, segist hafa fulla trú á sínu liði. „Við stefnum á toppinn og það er ágætt að aðrir hafi líka trú á okkur. Ég á annars von á því að deildin verði jöfn í vetur og 4 eða 5 lið eigi eftir að vera að berjast um toppsætin.“ Njarðvíkingar sigruðu Keflvíkinga næsta auðveldlega í keppninni um Meistara Meistaranna um helgina en Einar segir sína menn ennþá eiga mikið inni.
Í 1. deild kvenna er Grindavíkurstúlkum spáð þriðja sætinu og Njarðvíkingum sjötta sætinu og falli niður í 2. deild.
„Þetta er kannski ekki mjög óvænt,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurstúlkna. „Við höfum verið í toppbaráttunni lengi, en við þurfum samt að sækja þennan titil. Ég er viss um að deildin verður jafnari en áður, en við erum með stóran og sterkan hóp sem á eftir að gera atlögu að öllum titlum sem eru í boði.“
Keppni í úrvalsdeild karla hefst á fimmtudag en konurnar hefja leik á miðvikudag.
Spáin fyrir Intersport-deild karla:
1. Njarðvík 414
2. Keflavík 376
3. Grindavík 347
4. Snæfell 345
5. KR 288
6. Haukar 228
7. ÍR 192
8. Skallagrímur 175
9. Fjölnir 166
10.Hamar/Selfoss 111
11.Tindastóll 110
12.KFÍ 60
Spáin fyrir 1. deild kvenna.
1. Keflavík 98
2. ÍS 88
3. Grindavík 78
4. Haukar 50
5. KR 47
6. Njarðvík 24