Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Keflavík örugglega áfram í sextán liða úrslit
Úr leik Njarðvíkur og Þróttar. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 18. október 2022 kl. 09:54

Njarðvík og Keflavík örugglega áfram í sextán liða úrslit

Í gær var leikið í VÍS-bikar karla í körfuknattleik og þar tók Njarðvík á móti Þrótti í frekar ójöfnum Suðurnesjaslag sem lauk með 33 stiga sigri Njarðvíkinga. Keflavík hélt á Álftanes og hafði betur gegn góðu liði Álftaness. Njarðvík mætir Tindastóli í sextán liða úrslitum en Keflavík leikur gegn Fjölni, báðir leikirnir eru heimaleikir og verða leiknir í loka október.

Njarðvík - Þróttur 110:77

(31:16, 26:21, 26:22, 27:18)

Það var fjöldi fólks sem lagði leið sína í Ljónagryfjuna í gær til að fylgjast með leik Njarðvíkur og Þróttar í bikarkeppni karla. Það má segja að þetta hafi verið leikur kattarins að músinni en sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu. Njarðvík notaði tækifærið og leyfði leikmönnum sem hafa ekki fengið mikinn leiktíma til að spreyta sig og hefur það ábyggilega verið þeim gagnlegt.

Sömu sögu má segja um Þróttara sem eru með sterkt lið og fullt hús stiga í 2. deild að loknum fjórum umferðum. Þróttur fékk að leika gegn sterkum andstæðingi sem hefur án efa aðeins styrkt þá og undurbúið betur fyrir komandi átök í 2. deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Mario Matasovic gerði 23 stig, tók sjö fráköst og átti stoðsendingar. Hann var framlagshæstur á vellinum með 35 framlagspunkta.

Fyrrum Njarðvíkingurinn Jón Arnór Sverrisson fór fyrir liði Þróttar í gær, hann var með sjö stig, sjö fráköst, fimm stoðsendingar, fjóra stolna bolta og fimmtán framlagspunkta.

Fleiri myndir Jóhann Páls Kristbjörnssonar, ljósmyndara Víkurfrétta, eru í myndasafni neðst á síðunni.

Nánar um leikinn


Álftanes - Keflavík 75:94

(21:26, 16:25, 26:23, 12:20)

Lið Álftaness var sýnd veiði en ekki gefin og Keflavík náði ekki að rífa sig almennilega frá þeim fyrr en í lokaleikhluta. Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflvíkinga, sagði í samtali við VF eftir leikinn að það hafi verið frekar óþægilegt að ná ekki að slíta sig frá þeim. „Þeir eru náttúrlega með hörkulið, örugglega með langbesta liðið í 1. deild. Þetta eru hættulegir leikir að spila og fínt að klára hann.“

Hörður Axel hér í leik gegn Njarðvík í Pétursmótinu sem var haldið í síðasta mánuði.

Nánar um leikinn

Njarðvík - Þróttur (110:77) | VÍS-bikar karla 17. október 2022