Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Keflavík með sigra í Húsasmiðjumótinu
Föstudagur 22. september 2006 kl. 13:52

Njarðvík og Keflavík með sigra í Húsasmiðjumótinu

Njarðvík lagði Þór Þorlákshöfn 82-69 í fyrsta leik Húsasmiðjumótsins í gærkvöldi. Logi Gunnarsson lék með Njarðvíkingum í leiknum í gær en hann er samningslaus um þessar mundir, Logi gerði 18 stig í leiknum.

UMFN-Þór Þ 82-69

Stig UMFN: Brenton Birmingham 21 stig, Logi Gunnarsson 18 stig, Friðrik Stefánsson 13 stig, Jeb Ivey 8 stig, Kristján Sigurðsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 6 stig, Ragnar Ragnarsson 4 stig, Egill Jónasson 3 stig, Halldór Karlsson 1 stig.

Stig Þórs:
Damon Bailey 23 stig, Jason Harden 15 stig, Birgir Björn Pétursson 8 stig, Óskar Þórðarson 8 stig, Bud Johnston 7 stig, Davíð Guðlaugsson 4 stig, Rob Hodgson 3 stig, Snorri Þorvaldsson 1 stig.

Keflvíkingar lögðu Hauka 82-71 þar sem Daninn Thomas Saultau gerði 15 stig fyrir Keflavík. Jermaine Willams var sprækur og gerði 14 stig en hann kom til landsins í gærmorgun og þótti standa sig ágætlega svona skömmu eftir flug.


Haukar-Keflavík 71-82
Stig Hauka: Kevin Smith 21, Roni Leimu 16, Sigurður Einarsson 11, Sveinn Sveinsson 6, Vilhjálmur Steinarsson 6, Lúðvík Bjarnason 4, Sævar Haraldsson 3, Gunnar Birgir Sandholt 2, Marel Guðlaugsson 2.

Stig Keflavíkur:
Thomas Soltau 15, Jermaine Williams 14, Arnar Freyr Jónsson 12, Gunnar Einarsson 11 stig, Magnús Gunnarsson 10 stig, Sigurður Þorsteinsson 10, Halldór Halldórsson 2 stig, Jón Gauti Jónsson 2 stig, Sigurður G.
Sigurðsson 2 stig, Sverrir Þór Sverrisson 2 stig, Þröstur Jóhannsson 2 stig.

Í kvöld mætast svo Njarðvík og Keflavík kl. 19:00 og Haukar leika gegn Þór. Báðir leikirnir fara fram í Ljónagryfjunni.

VF-mynd/ [email protected] - Magnús Gunnarsson og Sævar Haraldsson til varnar í viðureign liðanna í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024