Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Keflavík leika til úrslita
Föstudagur 6. október 2006 kl. 01:15

Njarðvík og Keflavík leika til úrslita

Suðurnesjaliðin Njarðvík og Keflavík munu leika til úrslita í Powerade bikarkeppninni í körfuknattleik á laugardag kl. 16:00 í Laugardalshöll. Keflvíkingar lögðu Skallagrím 88-81 í undanúrslitum á fimmtudagskvöld og Njarðvíkingar höfðu sigur á KR 102-95.

 

Jermaine Williams var stigahæstur Keflvíkinga með 24 stig og 14 fráköst en hjá Njarðvík gerði Jeb Ivey 29 stig í leiknum gegn KR. Leikir Njarðvíkur og Keflavíkur voru skemmtilegir og opnir á fimmtudagskvöld og þóttu gefa góð fyrirheit um komandi leiktíð í Iceland Express deildinni sem hefst þann 19. október næstkomandi.

 

[email protected]

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024