Njarðvík og Keflavík í undanúrslitum Maltbikarsins
Dregið var í fjögurra liða úrslitum Maltbikarsins í dag og eru kvennalið Njarðvíkur og Keflavíkur komin í höllina en ekkert karlalið frá Suðurnesjum tryggði sér sæti í fjögurra liða úrslitum. Lið Keflavíkur er ríkjandi Bikarmeistarar og hefur það titil að verja í höllinni á næsta ári.
Keflavík mætir Snæfelli og Njarðvík mætir Skallagrími í undanúrslitum kvenna. Það er því aldrei að vita nema nágrannaslagur af bestu gerð verði í úrslitaleik Malbikarsins. Fjögurra liða úrslitin fara fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og 20:15.