Njarðvík og Keflavík efst í Subway-deild kvenna
Njarðvík og Keflavík virðast vera óstöðvandi þessa dagana í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Njarðvíkingar mættu lítilli mótstöðu þegar þær sóttu Skallagrím heim í gær og unnu stórsigur. Keflvíkingar sýndu klærnar þegar þær tóku á móti Breiðabliki í Blue-höllinni og unnu sterkan sigur. Grindavík tapaði hins vegar naumlega fyrir Fjölni á útivelli og er í sjötta sæti deildarinnar.
Skallagrímur - Njarðvík 31:86
(6:18, 9:23, 5:34, 11:11)
Leikur Njarðvíkur og Skallagríms var leikur kattarins að músinni og Borgnesingar sáu aldrei til sólar eins og úrslitin gefa til kynna.
Njarðvík hafði föst tök á leiknum og þótt þær hafi ekki verið að sýna sinn besta leik í gær er sigur þeirra einn stærsti í sögu liðsins í efstu deild, ef ekki sá stærsti.
Frammistaða Njarðvíkinga: Lavína Joao Gomes De Silva 16/8 fráköst/2 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 12/1/1, Aliyah A'taeya Collier 11/11/7, Vilborg Jónsdóttir 10/7/8, Helena Rafnsdóttir 10/3/4, Diane Diéné Oumou 8/5/2, Eva María Lúðvíksdóttir 6/6/2, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 6/6/0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/3/1, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 2/3/0, Júlía Rún Árnadóttir 0/2/0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0/1/0.
Keflavík - Breiðablik 80:59
(25:20, 15:12, 19:10, 21:17)
Keflavík sýndi mikla yfirburði gegn sterku liði Breiðabliks í gær og var sigur þeirra öruggur. Keflavík tók forystu í byrjun og hélt henni til enda og þótt Blikar hafi náð að hanga í heimakonum framan af var sigurinn aldrei í hættu.
Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 16/20 fráköst/7 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 16/5 fráköst, Tunde Kilin 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 9/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/3 varin skot, Eva María Davíðsdóttir 5, Agnes María Svansdóttir 4/5 fráköst, Hjördís Lilja Traustadóttir 4/5 fráköst, Gígja Guðjónsdóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0/4 fráköst, Ásthildur Eva H. Olsen 0.
Fjölnir - Grindavík 89:84
(27:34, 26:27, 20:8, 16:15)
Leikur Fjölnis og Grindavíkur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að leiða í fyrsta leikhluta og hafi Grindavík yfirhöndina að honum loknum (27:34). Annar leikhluti var ekki ósvipaður og þegar blásið var til hálfleiks hafði Grindavík átta stiga forskot (53:61).
Þriðji leikhluti varð Grindvíkingum að falli en Fjölniskonur tóku öll völd á vellinum og sneru dæminu sér í vil, unnu hann með tólf og náðu fjögurra stiga forystu. Grindavík náði sér á strik í síðasta leikhluta en þá var skaðinn skeður og súrt fimm stiga tap niðurstaðan.
Frammistaða Grindvíkinga: Robbi Ryan 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Edyta Ewa Falenzcyk 19/6 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 18/4 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6/8 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 5, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.