Mánudagur 11. september 2006 kl. 17:23
Njarðvík og ÍR leika til úrslita
Lokadagur Allt hreint mótsins á vegum KKD Njarðvíkur fer fram í kvöld þegar heimamenn taka á móti ÍR í úrslitaleik mótsins. Grindavík og KR munu leika um þriðja sætið.
Njarðvíkingar leika til úrslita gegn ÍR kl. 21:00 en þar á undan eða kl. 19:00 mætast Grindavík og KR.