Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Grindavík töpuðu gegn toppliðunum
Mánudagur 6. febrúar 2017 kl. 09:25

Njarðvík og Grindavík töpuðu gegn toppliðunum

Keflvíkingar í þriðja sæti

Keflvíkingar eru í þriðja sæti Domino’s deildar kvenna eftir sterkan útisigur á Valskonum um helgina. Salbjörg Sævarsdóttir fór á kostum í leiknum og nældi í góða tvennu, tók 17 fráköst og varði 11 skot. Hvorki gengur né rekur hjá Grindvíkingum sem töpuðu stórt á heimavelli sínum gegn Snæfellingum. Enn hefur nýr erlendur leikmaður þeirra ekki fengið leikheimild og lék því ekki með. Njarðvíkingar lágu að lokum heima gegn toppliði Skallagríms í frekar jöfnum leik þar sem Carmen Tyson-Thomas fór á kostum, skoraði 35 stig og tók 26 fráköst. Njarðvíkingar eru í 6. sæti á meðan Grindvíkingar eru enn á botninum.

Snæfell-Grindavík 90-59 (20-13, 22-17, 31-16, 17-13)
Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 17/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 17/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7, Vigdís María Þórhallsdóttir 6, Ólöf Rún Óladóttir 4, Hrund Skúladóttir 3/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 3, Angela Björg Steingrímsdóttir 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valur-Keflavík 54-60 (15-13, 16-18, 7-18, 16-11)
Keflavík: Erna Hákonardóttir 16, Ariana Moorer 12/10 fráköst/7 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/17 fráköst/11 varin skot.

Njarðvík-Skallagrímur 60-73 (18-24, 8-14, 21-16, 13-19)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 35/26 fráköst/7 stolnir, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 11/8 fráköst, María Jónsdóttir 6/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/4 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3.