Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Grindavík steinlágu
Mynd úr VF safni
Sunnudagur 13. nóvember 2016 kl. 13:37

Njarðvík og Grindavík steinlágu

-Landsleikjahlé framundan í Dominos deild kvenna

Keflavík fékk Grindvíkinga í heimsókn í gær þegar heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna, og sigraði örugglega, 84-66. Keflvíkingar spiluðu vel á meðan Grindvíkingar náðu ekki að sýna sitt rétta andlit í leiknum. Dominique Hudson gerði vel og spilaði sinn besta leik hingað til á tímabilinu, skoraði 30 stig, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 3 boltum. Hjá Grindavík var Ashley Grimes með 20 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar og daðraði við þrefalda tvennu.
 
Njarðvík tók á móti Snæfelli og töpuðu stórt, 38-69. Þær spiluðu án Carmen Tyson-Thomas sem er meidd og eiga erfitt uppdráttar án hennar sóknarlega. Stigahæst var Björk Gunnarsdóttir með 12 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar og María Jónsdóttir var með 10 stig og 10 fráköst. Hjá Snæfelli var Aaryn Ellenberg-Wiley með 20 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar.
 
Framundan er landsleikjahlé en Keflavík deilir toppsæti deildarinnar með Snæfelli og eru bæði lið með 14 stig. Njarðvík er í 4. sæti með 8 stig og Grindavík situr á botninum með 4 stig.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024