Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Grindavík með örugga sigra
Mánudagur 19. janúar 2009 kl. 00:12

Njarðvík og Grindavík með örugga sigra

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar unnu Stjörnumenn Teits Örlygssonar í Njarðvík í kvöld nokkuð örugglega 90-76 í Iceland Express deildinni í körfubolta.
Logi Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir heimamenn en hann,  Magnús Gunnarsson sem skoraði mikilvægar körfur í leiknum alls 18 stig og Friðrik Stefánsson (17 stig) , sjá þriðji í aðal triói UMFN voru að venju burðarásar liðsins. Þrátt fyrir kraftmikla byrjun Stjörnumanna dugði það skammt gegn heimamönnum sem eru komnir með Kana í sitt lið, Kevin Jolley. Hann kom til landsins á laugardag og verður væntanlega með Njarðvík í næsta leik. Jolley lék síðast í Portúgal en hann mun leika í stöðu kraftframherja.

Grindvíkingar unnu sannfærandi sigur á heimamönnum á Sauðárkrói 68-94 og lék Nick Bradford sinn fyrsta leik með UMFG en hann hóf leikinn fyrir þá gulklæddu og skilaði góðu framlagi í leiknum og 13 stigum. Páll Axel Vilbergsson skoraði mest hjá UMFG eða 19 stig.
Keflvíkingar leika á morgun gegn ÍR á útivelli.

mynd: Valur Orri skoraði 8 stig í öruggum Njarðvíkursigri á Stjörnunni.