Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Grindavík leika í kvöld
Fimmtudagur 26. október 2006 kl. 15:04

Njarðvík og Grindavík leika í kvöld

Þriðja umferð Iceland Express deildar karla í körfuknattleik hefst í kvöld og hefjast allir leikirnir kl. 19:15.

Njarðvíkingar taka á móti Hamari/Selfoss í Ljónagryfjunni og Grindvíkingar mæta Þór Þorlákshöfn í Þorlákshöfn.

Serbneski miðherjinn Igor Beljanski er kominn til landsins og fór á sína fyrstu æfingu með Njarðvíkingum í gær. Hann verður löglegur með liðinu þann 5. nóvember gegn Snæfell í Stykkishólmi.

VF-mynd/ www.umfn.is/karfan



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024