Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Breiðablik skilja jöfn
Föstudagur 16. júlí 2004 kl. 09:37

Njarðvík og Breiðablik skilja jöfn

Njarðvíkingar gerðu jafntefli við Breiðablik í 1. deild karla í gær. Lokastaðan í Kópavoginum var 1-1 en Njarðvíkingar leiddu í hálfleik, 0-1.

Snorri Már Jónsson skoraði mark Njarðvíkinga á 12. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Milan Janosevic, en Blikar jöfnuðu á 55. mínútu eftir að gestunum hafði mistekist að losa boltann úr vítateig sínum.

Á heimasíðu Njarðvíkur kemur fram að jafnræði hafi verið með liðunum og úrslitin sanngjörn þrátt fyrir að mark hafi verið dæmt af Aron Má Smárasyni vegna rangstöðu.

Njarðvíkingar eru enn í fjórða sæti deildarinnar,  5 stigum á eftir toppliði HK.
Mynd af umfn.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024