Njarðvík of KR mætast í Ljónagryfjunni á morgun
Njarðvík leikur við KR í 16-liða úrslitum Bikarkeppni kvenna á morgun. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni og hefst kl. 14.
Þetta verður þriðji leikur liðanna í vetur en Njarðvíkurstúlkur hafa unnið báða leikina hingað til og var sigur þeirra í síðasta deildarleik afar sannfærandi. Vera Janjic hefur haft góð áhrif á leik Njarðvíkur og þær eflast enn frekar með tilkomu Petrúnellu Skúladóttur sem leikur á morgun sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa skipt yfir frá Grindavík.
Stefnt er að því að fylla húsið af áhorfendum enda er stuðningur þeirra sérstaklega mikilvægur í bikarleikjum.
Þetta verður þriðji leikur liðanna í vetur en Njarðvíkurstúlkur hafa unnið báða leikina hingað til og var sigur þeirra í síðasta deildarleik afar sannfærandi. Vera Janjic hefur haft góð áhrif á leik Njarðvíkur og þær eflast enn frekar með tilkomu Petrúnellu Skúladóttur sem leikur á morgun sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa skipt yfir frá Grindavík.
Stefnt er að því að fylla húsið af áhorfendum enda er stuðningur þeirra sérstaklega mikilvægur í bikarleikjum.