Njarðvík norður á laugardag
Njarðvíkingar eru í dag í 8. sæti Inkasso-deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu eftir átta umferðir. Það sem af er sumri hafa þeir farið með sigur af hólmi í tveimur leikjum, gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum.
Næsti leikur Njarðvíkur er við Magna norður á Grenivík laugardaginn 30. júní kl. 16:00. Magni situr á botni Inkasso-deildarinnar, hefur unnið einn leik og tapað sjö.