Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík niður í 4. sæti
Laugardagur 6. ágúst 2005 kl. 11:18

Njarðvík niður í 4. sæti

Njarðvíkingar töpuðu 2-1 gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Snorri Már Jónsson gerði mark Njarðvíkinga í viðbótartíma.

Selfoss sigraði í sinni viðureign gegn Leikni, toppliðinu, og því skutust Selfyssingar upp í 3. sætið en Njarðvíkingar eru nú í því fjórða.

Þeir grænklæddu sóttu meira í gær en ekkert gekk, brotið var á Sverri Þór Sverrissyni í vítateig og var dæmd vítaspyrna. Sverrir tók spyrnuna sjálfur en Hannes Þór Halldórsson, markvörður Aftureldingar, varði spyrnuna.

Mörk Aftureldingar gerðu þeir Jóhann Björn Valsson og Atli Heimisson. Snorri Már Jónsson gerði mark Njarðvíkinga í viðbótartíma en það var af um 25 metra færi og í bláhornið. Markið kom of seint og fögnuðu strákarnir úr Mosfellsbæ sínum þriðja sigri í sumar.

15 stig eru í pottinum fyrir Njarðvíkinga en þeir eru 8 stigum á eftir toppliði Leiknis og 6 stigum á eftir Stjörnunni í 2. sæti. Selfyssingar eru í 3. sæti með 22 stig og svo Njarðvíkingar í því fjórða með 19 stig.

Njarðvíkingar leika næst gegn Tindastóli á Njarðvíkurvelli föstudaginn 12. ágúst og hefst sá leikur kl. 19:00.

Staðan í deildinni

VF-mynd/ http://fotboltinn.umfn.is//: Frá viðureign Njarðvíkinga og Aftureldingar í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024