Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík nældi í jafntefli
Sunnudagur 11. ágúst 2013 kl. 13:57

Njarðvík nældi í jafntefli

Guðmundur sá rautt

Njarðvíkingar komu með jafntefli í farteskinu frá Hornafirði í gær en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Sindra í 2. deild karla í fótbolta. Tvívegis komust heimamenn yfir en Njarðvíkingar jöfnuðu jafnóðum. Þeir Ásgrímur Rúnarsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu mörk Njarðvíkinga en sá síðarnefndi fékk að líta rauða spjaldið undir lokin eftir orðaskipti við línuvörð.

Njarðvíkingar eru í 8. sæti deildarinnar með 19 stig eftir leikinn í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024