Njarðvík náði aðeins jafntefli gegn botnliðinu
Njarðvík er ennþá með í baráttunni um að komast upp um deild. Njarðvíkingar léku í dag gegn Reyni/Dalvík, sem situr í neðsta sæti 2. deildar, og endaði leikurinn með jafntefli. Með úrslitunum missa Njarðvíkingar dýrmæt stig í toppbaráttunni, þeir eru nú í þriðja sæti með 37 stig, jafnmörg og Selfoss sem hefur ekki lokið leik í dag.
Það voru Njarðvíkingar sem voru betri aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skora. Gestirnir áttu skot í slá á síðustu sekúndum hálfleiksins og heimamenn heppnir að lenda ekki undir.
Ivan Prskalo skoraði í upphafi seinni hálfleiks (49') og kom Njarðvík yfir 1:0.
Njarðvíkingar voru áfram betri aðilinn og því var það gegn gangi leiksins að Reynir/Dalvík náði að jafna tuttugu mínútum eftir að Njarðvík komst yfir (69').
Eitthvað sló þetta á Njarðvíkinga og þeir náðu ekki upp sömu pressu og áður fyrr en í lok leiks, þá var það of seint og Norðanmenn líklega ánægðir með jafnteflið.