Sunnudagur 7. október 2001 kl. 22:36
Njarðvík meistari meistaranna í körfu karla
Íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik karla, tryggðu sér í kvöld sigur í keppni meistara meistaranna, er þeir lögðu bikarmeistara ÍR 111:96, í heimavelli sínum í Njarðvík. Í kvennaflokki sigraði Keflavík, íslands-og bikarmeistara KR 56:54. Ágóði af leikjunum rann til góðgerðamála.