Njarðvík meistari í kvöld?
Njarðvíkingar eiga möguleika á því að verða Reykjanesmeistarar í körfuknattleik í kvöld en þá mæta þeir Stjörnunni frá Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni.
Fyrri leik liðanna lauk með stórsigri Njarðvíkinga, 49-111, í Garðabæ og Njarðvíkingar því næsta örugglega orðnir Reykjanesmeistarar eftir leikinn í kvöld.
VF-mynd/ Jón Björn: Frá viðureign liðanna í Ásgarði sl. föstudag. Einir Guðlaugsson (Stja) er til varnar gegn hinum unga Rúnari Inga
(Nja).