Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík með stórsigur
Laugardagur 27. september 2008 kl. 13:15

Njarðvík með stórsigur

Valur Ingimundarson stjórnaði Njarðvík gegn sínu gamla liði, Skallagrími frá Borgarnesi, í æfingarleik á fimmtudaginn. Skemmst er frá því að segja að Njarðvíkingar unnu mikinn stórsigur, 103-58. Stigahæstur í liði Njarðvíkur var Sævar Sævarsson, en hann setti niður 20 stig í leiknum. Magnús Gunnarsson, skoraði 17 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Logi Gunnarsson lék með Njarðvíkingum í leiknum og hafði tiltölulega hægt um sig og skoraði 11 stig. Líklegt þykir að Logi leiki með Njarðvíkingum á komandi keppnistímabili, en Logi er enn án félags og mun leika með Njarðvíkingum, fái hann ekki freistandi tilboð erlendis fyrir 1. október.



VF-MYND/JBÓ: Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Skallagrím á fimmtudagskvöldið.