Mánudagur 12. nóvember 2012 kl. 15:23
Njarðvík með óvæntan heimaleik í kvöld
Búið er að færa leik Vals og Njarðvíkur í Lengjubikar karla til Njarðvíkur í kvöld. Leikurinn hefst á sama tíma eða kl. 19.15.
Ástæða fyrir færslunni er tvíbókun í Vodafone-höllinni en þetta kemur fram í tilkynningu frá KKÍ.