Njarðvík með öruggan sigur á útivelli
Njarðvík sótti sigur á móti Fjölni í kvöld í sínum fyrsta leik tímabilsins í Dominos deild karla í körfubolta. Njarðvíkingar voru ekki í erfiðleikum með nýliðanna og lokatölur urðu 86-110, þeim grænklæddu í vil. Nýi kaninn hjá Njarðvíkingum, Dustin Salisbery fór á kostum og skoraði 37 stig og reif niður 8 fráköst. Það má segja að Njarðvíkingar byrji tímabilið vel og fari með mikið sjálfstraust inn í tímabilið.
Tölfræði:
Njarðvík:
Dustin Salisbery 37/8 fráköst, Logi Gunnarsson 20/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 15, Maciej Stanislav Baginski 12, Ágúst Orrason 7, Mirko Stefán Virijevic 6/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Oddur Birnir Pétursson 2, Ólafur Aron Ingvason 2, Rúnar Ingi Erlingsson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0.