Njarðvík með nauman sigur í Blómabænum
Njarðvíkingar komust upp fyrir Hamarsmenn í kvöld eftir að hafa sigrað þá með eins stigs mun í Hveragerði í kvöld. Leikurinn var mjög jafn og spennandi en Njarðvíkingar höfðu sigur að lokum með 78 stigum gegn 77. Atkvæðamestir hjá Njarðvík í kvöld voru erlendu leikmennirnir þrír þeir Chris Smith 17 stig, 5 fráköst og 4 varin skot - Jonathan Moore 19 stig, 7 fráköst, 4 stolna bolta - Nenad Tomasevic 12 stig, 8 fráköst. Ungur og efnilegur strákur að nafni Ólafur Helgi Jónsson átti glæsilegan leik fyrir Njarðvíkinga en hann fékk að spreyta sig í 20 mínútur í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og setti öll fjögur þriggjastiga skot sín niður og endaði með 15 stig pilturinn. Njarðvík situr nú í 9. sæti deildarinnar með 12 stig.