Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík með góðan sigur fyrir norðan
Dedrick Deon Basile leiddi Njarðvík til sigurs á Akureyri, hann var með 23 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 15. október 2021 kl. 09:05

Njarðvík með góðan sigur fyrir norðan

Njarðvíkingar eru heldur betur á siglingu í upphafi Subway-deildanna í körfuknattleik. Bæði lið félagsins, karla og kvenna, hafa unnið alla sína leiki. Njarðvíkingar léku gegn Þór á Akureyri í gær og unnu þar góðan sigur, á sama tíma töpuðu Grindvíkingar naumlega fyrir Val. Keflavík leikur í kvöld á heimavelli gegn Stjörnunni.

Þór Akureyri - Njarðvík 91:109

(20:35, 27:25, 19:26, 25:23)

Njarðvík leiddi leikinn frá fyrstu mínútu og sýndu mikla yfirburði í fyrsta leikhluta (20:35), Þórsarar unnu sig inn leikinn í öðrum leikhluta sem var frekar jafn en heimamenn minnkuðu muninn um tvö stig. Staðan í hálfleik 47:60.

Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum með tuttugu stigum (66:86). Þeir sigldu svo öruggum útisigri í höfn og hafa unnið báða sína leiki til þessa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar sýndu góðan sóknarleik og þeir Dedrick Basile (23 stig), Nicolas Richotti (sextán stig), Mario Matasovic (sextán stig), Fotios Lampropoulos (fimmtán stig) og Veigar Alexanderssonn (fjórtán stig) voru allir að nýta sín færi vel. Í heildina var ekki veikan hlekk að finna í Njarðvíkurliðinu.

Frammistaða Njarðvíkinga: Dedrick Deon Basile 23/7 fráköst/8 stoðsendingar, Nicolas Richotti 16/5 fráköst, Mario Matasovic 16/7 fráköst, Fotios Lampropoulos 15/13 fráköst, Veigar Páll  Alexandersson 14/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8, Logi Gunnarsson 7/6 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 3/4 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 3, Bergvin Einir Stefánsson 2, Jan Baginski 2, Rafn Edgar Sigmarsson 0.

Tölfræði leiks.


Kristinn Pálsson gerði tuttugu stig fyrir Grindavík í gær en tók ekki eitt einasta frákast.

Valur - Grindavík 81:77

(19:11, 20:25, 24:13, 18:28)

Leikur Vals og Grindavíkur var sveiflukenndur og skiptust liðin á að sýna betri frammistöðu milli leikhluta. Valsmenn tóku átta stiga forystu í fyrsta leikhluta (19:11) en Grindvíkingar minnkuðu hana niður í þrjú stig fyrir leikhlé (39:36).

Aftur bættu Valsmenn í sarpinn í þeim þriðja og var munurinn fjórtán stig (63:49) fyrir lokaleikhlutann. Grindvíkingar voru ekki tilbúnir að gefast upp og unnu fjórða leikhluta með tíu stigum en það duggði ekki og endaði leikurinn með fjögurra stiga sigri Vals.

Ivan Alcolado var með 23 stig og sautján fráköst en Kristinn Pálsson gerði tuttugu stig í gær og þá var Naor Sharabani með fjórtán stig og sex stoðsendingar.

Frammistaða Grindvíkinga: Ivan Aurrecoechea Alcolado 23/17 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 20, Naor Sharabani 14/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9/5 fráköst, Travis James Atson 8, Kristófer Breki Gylfason 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Bragi Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.

Tölfræði leiks.