Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík með góða blöndu af leikmönnum
Miðvikudagur 25. október 2017 kl. 12:00

Njarðvík með góða blöndu af leikmönnum

Hrund Skúladóttir leikur með Njarðvík í Domino´s-deild kvenna í vetur en hún er uppalinn Grindvíkingur og kom til Njarðvíkur á þessu tímabili. Njarðvík hefur ekki farið vel af stað í Domino´s-deildinni í byrjun tímabilsins en markmið þeirra er að bæta sig með hverjum leik og komast í úrslitakeppnina.

Hvernig leggst veturinn í þig?
Veturinn leggst mjög vel í mig og ég er virkilega spennt fyrir tímabilinu framundan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að spila með Njarðvík í vetur?
Mig langaði fyrst og fremst að prófa eitthvað nýtt, taka skref út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar áskoranir. Einnig finnst mér meira heillandi að spila í úrvalsdeild en fyrir þá sem ekki vita þá var ég áður í Grindavík sem spilar nú í fyrstu deild.

Hverjar eru væntingarnar ykkar í vetur?
Væntingarnar okkar eru að bæta okkur með hverjum leik og komast í úrslitakeppnina.

Er góð stemning í hópnum?
Já, ég myndi án efa segja það. Við erum með góða blöndu af leikmönnum sem hafa æft lengi saman og svo nokkrum nýjum leikmönnum og mér finnst við ná að tengjast nokkuð vel. Við erum allar á sömu blaðsíðu og tilbúnar að leggja á okkur til að ná árangri.

Hvernig hafa æfingarnar ykkar verið?
Það tók okkur smá tíma í byrjun að koma okkur í gírinn en það er mikill stígandi í liðinu og bætingar með hverri æfingu. Miðað við það þá held ég að við verðum orðið hörku gott lið í lok tímabils.

Njarðvík á útileik í kvöld við Val kl. 19:15.