Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 1. nóvember 2001 kl. 10:04

Njarðvík mætir Grindavík

Njarðvíkingar mæta Grindvíkingum í stórleik 32-liða úrslita bikarkeppni KKÍ&Doritos en dregið var í keppnina í gær. Tveir aðrir „úrvalsdeildarleikir“ eru í 32-liða úrslitum, Þór Ak. fær Skallagrím í heimsókn og Breiðablik tekur á móti núverandi bikarmeisturum ÍR. Leika verður tvo leiki í forkeppni en þar mætas Léttir og Keflavík b annars veagr og Fjölnir og KR b hinsvegar en þessir leikir fara fram 6. og 7. nóvember. 32-liða úrslitin verða síðan leikin dagana 14.-16. nóvember.
Bikarkeppni KKÍ&Doritos:

Forkeppni (6. og 7. nóv.)
Léttir-Keflavík b
Fjölnir-KR b

32-liða úrslit
Þór Ak-Skallagrímur
Smári-Tindastóll
ÍV-Haukar
Breiðablik-ÍR
Höttur-KR
Laugar-Reynir Sandgerði
Selfoss-Léttir/Keflvík b
ÍS-ÍG
Fjölnir/KR b-Grundarfjörður
Njarðvík-Grindavík
Reynir Hellisandi-Þór Þ.
Ármann/Þróttur-Keflavík
Snæfell-Stjarnan
HK-Valur
KFÍ-Hamar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024