Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík mætir Bikarmeisturunum
Sunnudagur 23. september 2007 kl. 10:52

Njarðvík mætir Bikarmeisturunum

Tveir leikir fara fram í Poweradebikarkeppni karla í körfuknattleik í dag. Í Ljónagryfjunni mætast Njarðvík og Bikarmeistarar ÍR kl. 19:15 og í DHL-Höllinni í Vesturbænum mætast Íslandsmeistarar KR og Hamar frá Hveragerði. Leikurinn í DHL-Höllinni hefst kl. 20:00.

 

Þau lið sem hafa sigur í dag eru kominn inn í undanúrslit keppninnar og mæta þar Snæfell og Skallagrím. Undanúrslitin fara fram fimmtudaginn 27. september næstkomandi.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024