Njarðvík mætir Ægi í Lengjubikarnum í kvöld
Njarðvík mætir Ægi í Reykjaneshöllnni
Fyrir þá áhangendur Njarðvíkur sem ekki ná í sæti í Ljónagryfjunni má benda á að knattspyrnulið félagsins tekur á móti Ægi í Lengjubikarnum kl. 18:40 í Reykjaneshöllinni.
Njarðvíkingar hafa verið að spila nokkuð vel í keppninni og eru á toppi riðilsins með 7 stig eftir þrjá leiki. Liðið er í harðri keppni við bæði lið Sindra og Ægis, sem sitja í 2. og 3. sæti með 6 stig, um sæti í útsláttarkeppninni.