Njarðvík lagði Stjörnuna
Njarðvík hafði betur gegn Stjörnunni í B deild deildarbikarsins í gær 2-1 en leikurinn fór fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Rúnar Freyr Holm, sem kom inn á sem varamaður, gerði seinna mark Njarðvíkinga á 78 mínútu en fyrra markið var sjálfsmark. Mark Stjörnunnar gerði Guðjón Baldvinsson á 48. mínútu.
Njarðvíkingar eru í 4. sæti í riðli 2 í B deild deildarbikarsins með 6 stig eftir 4 leiki. Síðasti leikur Njarðvíkinga er gegn Hvöt sunnudaginn 23. apríl í Fífunni.
VF-mynd/JBÓ: Frá leik liðanna í Garðabæ á síðustu leiktíð.