Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík lagði Hauka í VÍS-bikar karla
Fyrirliðinn og leiðtoginn, Logi Gunnarsson, fagnaði sigrinum gríðarlega að leikslokum. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 5. desember 2022 kl. 22:10

Njarðvík lagði Hauka í VÍS-bikar karla

Mæta Keflavík í átta liða úrslitum um næstu helgi

Njarðvík vann sigur á Haukum í síðasta leik sextán liða úrslita VÍS-bikars karla í körfuknattleik sem var leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn var hörkuspennandi og hnífjafn en mesti munur var átta stig Haukum í vil (15:23). Njarðvík mætir næst Keflavík í Blue-höllinni þann 11. desember kl. 18:15 – nágrannaslagur af bestu sort.

Lisandro Rasio var öflugur í liði Njarðvíkur með tuttugu stig, ellefu fráköst og 28 framlagspunkta, þá lagði Logi Gunnarsson sitt af mörkum í síðasta leikhluta og sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Logi stal boltanum tvívegis í fjórða leikhluta, átti eina stoðsendingu og setti niður einn þrist – hans helsta framlag var samt smitandi baráttugleðin. 

Nicolas Richotti gerði nítján stig í kvöld.

Njarðvík - Haukar 88:84

(27:27, 25:24, 20:22, 16:11)

Njarðvík: Lisandro Rasio 20/11 fráköst, Nicolas Richotti 19, Dedrick Deon Basile 17/8 fráköst/8 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 14, Mario Matasovic 13, Logi Gunnarsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 2/4 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Síðustu sekúndurnar tóku á taugarnar en Njarðvík misnotaði fjögur vítaköst í röð þegar staðan var 87:84, Njarðvík í vil. Það var að lokum Lisando Rasio sem hirti frákast og fékk tvö vítaköst, hann hitti úr fyrra vítinu og tryggði þannig sigurinn endanlega.
Rasio tryggði Njarðvík sigurinn.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Ljónahöllinni og tók meðfylgjandi myndir.

Nánar um leikinn.

Njarðvík - Haukar (88:84) | VÍS-bikar karla 5. desember 2022