Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík lá heima fyrir KR
Fimmtudagur 6. desember 2012 kl. 02:13

Njarðvík lá heima fyrir KR

KR konur heimsóttu íslands og bikarmeistar Njarðvík í kvöld í Dominosdeild kvenna. 63-68 var lokastað leiksins..

KR konur heimsóttu íslands og bikarmeistar Njarðvík í kvöld í Dominosdeild kvenna. 63-68 var lokastað leiksins gestunum í vil. KR byrjaðar að hreiðra vel um sig í þriðja sætinu og byrjaðar að þjarma að Snæfell í því öðru.  Njarðvíkurstúlkur hinsvegar enn aðeins með 3 sigra eftir 12 umferðir í næst neðsta sæti deildarinnar.

Leikur þessi var hraður og bauð þar af leiðandi uppá mikil mistök frá báðum liðum. Mikil barátta bættist svo við og útkoman var nú kannski ekki fallegasti körfuknattleikur sem hægt er að bjóða uppá en óhætt að segja að bæði lið áttu góða möguleika á sigri í þessum leik. Njarðvíkurstúlkur voru hinsvegar megnið af leiknum í eltingaleik við KR þar sem gestirnir virtust hafa frumkvæðið í leiknum.

Í hálfleik var staðan 32-35 KR í vil og það má segja að í þriðja leikhluta hafi KR gert út um þennan leik. Björg Einarsdóttir hóf skothríð að körfu Njarðvíkinga með góðum árangri. Þessi fyrrum Hólmsmær setti niður 11 stig á skömmum tíma þar af þrjár þriggja stiga körfur og KR breyttu stöðunni í 36-53 á örskömmum tíma. 

Njarðvíkurstúlkur mega hinsvegar eiga það að þær gáfust aldrei upp og með Lele Hardy í fararbroddi náðu þær að minnka muninn niður jafnt en örugglega. KR-konur voru hinsvegar að fara afar illa að ráði sínu. Auðveld skot þeirra voru ekki að detta og slæmar sendingar enduðu í lúkunum á Njarðvík.

Njarðvíkurstúlkur beittu ágætis pressu megnið af leiknum sem skilaði þeim þó nokkrum boltum og svæðisvörnin var að virka ágætlega fram að þriðja fjórðung þegar áður nefnd Björg fann sína fjöl í Ljónagryfjunni.  Svo fór að lokum að KR hafði 5 stiga sigur í leiknum en hann var allt annað en auðveldur og Finnur Stefánsson prýsaði sig sælan að hafa komist þaðan með sigur.

Af einstaklingum þá var Lele Hardy sem spilaði fársjúk í þessum leik, að vanda með sína tröllatvennu í 31 stigi og 16 fráköstum. Salbjörg Sævarsdóttir kom henni næst með 8 stig. Einnig má nefna þátt Guðlaugar Júlíusdóttir sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og er að reyna að leysa það erfiða hlutverk að stjórna leik liðsins.  Miklir hæfileikar þar á ferð en augljóslega skortir reynsluna. Ekki bætti svo í að hún var með einn besta varnarmann deildarinnar á sér í þessum leik en komst ágætlega frá sínu hlutverki þrátt fyrir það.Hún leggur þessa reynslu inn á reikninginn.

Hjá KR var það Guðrún Gróa sem var þeirra atkvæðamest í kvöld með 21 stig og var að spila fanta vel þetta kvöldið. Næst henni var svo Björg Einarsdóttir með 13 stig.

Umfjöllun og mynd/Karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024