Njarðvík lá á Akranesi
Knattspyrnumenn eru þegar byrjaðir að undirbúa næstu leiktíð og fjöldi æfingaleikja fer fram um þessar mundir. Njarðvíkingar mættu úrvalsdeildarliði ÍA uppi á Skipaskaga í gær og lauk leiknum með 2-1 sigri ÍA.
Ísak Örn Þórðarson gerði mark Njarðvíkinga í leiknum undir lok fyrri hálfleiks.
Byrjunarlið Njarðvíkinga í gær var eftirfarandi: 1. Ingvar Jónsson, markvörður, 2. Kristinn Björnsson 3. Ísak Örn Þórðarson 4. Andri Þór Guðjónsson 5. Gestur Gylfason 6. Víðir Einarsson 7. Árni Þór Ármannsson 8. Alexander Magnússon 9. Kristinn Örn Agnarsson 10.Frans Elvarsson 11. Einar Helgi Helgason
Varamenn; 12. Jón Aðalgeir Ólafsson 13. Hámundur Örn Helgason 14. Sigurður Elíasson.