Njarðvík lá 3-0 í Víkinni
Fjórða umferð í 1. deild karla í knattspyrnu hófst í gær með tveimur leikjum þar sem Njarðvíkingar máttu sætta sig við þriðja ósigurinn í röð.
Njarðvíkingar mættu Víkingum frá Reykjavík á Víkingsvelli og urðu lokatölur leiksins 3-0 Víkingum í vil. Umferðinni lýkur svo í kvöld með fjórum leikjum en Njarðvíkingar eru sem fyrr í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með eitt stig.