Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík komst þægilega áfram í bikarnum
Tynice Martin var stigahæst með sautján stig. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 23. október 2023 kl. 08:53

Njarðvík komst þægilega áfram í bikarnum

Njarðvík varð fyrsta Suðurnesjaliðið til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum VÍS-bikarkeppni kvenna í körfuknattleik þegar þær unnu KR með 31 stigi á útivelli.

KR - Njarðvík 55:86

Sigur Njarðvíkinga var frekar þægilegur, rúmlega þrjátíu stig, og aldrei í hættu. Tynice Martin fór fyrir Njarðvíkingum og setti niður sautján stig, tók tíu fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gaf öllum tækifæri í leiknum og allir leikmenn Njarðvíkur komust á blað:

Eva Viso 13 stig/7 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 12/4/0, Emilie Hasseldal 9/10/4, Andela Strize 8/2/4, Hulda María Agnarsdóttir 6/2/0, Sara Logadóttir 6/3/1, Kristín Guðjónsdóttir 4/0/0, Shanna-Ley Dacanay 4/0/1, Kristín Alda Jörgensdóttir 3/7/0, Krista Gló Magnúsdóttir 2/2/1, Veiga Dís Halldórsdóttir 2/2/0.