Njarðvík komst þægilega áfram í bikarnum
Njarðvík varð fyrsta Suðurnesjaliðið til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum VÍS-bikarkeppni kvenna í körfuknattleik þegar þær unnu KR með 31 stigi á útivelli.
KR - Njarðvík 55:86
Sigur Njarðvíkinga var frekar þægilegur, rúmlega þrjátíu stig, og aldrei í hættu. Tynice Martin fór fyrir Njarðvíkingum og setti niður sautján stig, tók tíu fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum.
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gaf öllum tækifæri í leiknum og allir leikmenn Njarðvíkur komust á blað:
Eva Viso 13 stig/7 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 12/4/0, Emilie Hasseldal 9/10/4, Andela Strize 8/2/4, Hulda María Agnarsdóttir 6/2/0, Sara Logadóttir 6/3/1, Kristín Guðjónsdóttir 4/0/0, Shanna-Ley Dacanay 4/0/1, Kristín Alda Jörgensdóttir 3/7/0, Krista Gló Magnúsdóttir 2/2/1, Veiga Dís Halldórsdóttir 2/2/0.