Njarðvík komið með forskot
Einvígi Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik hófst í gær. Það voru Njarðvíkingar sem höfðu betur, 96:49, og leiða einvígi þeirra við Grindvíkinga 1:0.
Leikurinn fór fram í Ljónagryfju Njarðvíkinga og í byrjun virtust bæði lið vera svolítið taugaspennt. Njarðvíkingar skópu sigurinn í fyrri hálfleik með góðum varnarleik og leiddu 46:25 í hálfleik.
Grindvíkingar áttu fá svör við sterkum varnarleik Njarðvíkinga í fyrri hálfleik en þær mættu ákveðnar til leiks í þriðja leikhluta og byrjuðu að saxa á forskot Njarðvíkur. Grindavík vann þriðja leikhluta 8:14 en Njarðvík svaraði og hafði betur, 15:10, í fjórða og síðasta leikhluta.
Njarðvík leiðir því einvígið 1:0 en liðin mætast næst í Grindavík á fimmtudag. Fyrra liðið til að vinna þrjá leiki verður deildarmeistari og tryggir sér sæti í Domino's-deildinni að ári.
Frammistaða Njarðvíkinga: Chelsea Nacole Jennings 30/7 fráköst/5 stolnir, Helena Rafnsdóttir 10/10 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 9/8 fráköst/11 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6/6 fráköst, Þuríður Birna Björnsdóttir 5/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Eva María Lúðvíksdóttir 1/4 fráköst, Guðbjörg Einarsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
Frammistaða Grindvíkinga: Hekla Eik Nökkvadóttir 13/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 12, Janno Jaye Otto 8/10 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4, Viktoría Rós Horne 3, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3, Sædís Gunnarsdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0/4 fráköst, Edda Geirdal 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0.