Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík kláraði KR á lokasprettinum
Miðvikudagur 22. febrúar 2012 kl. 23:28

Njarðvík kláraði KR á lokasprettinum



Njarðvík lagði KR í Iceland Express deild kvenna í kvöld með 78 stigum gegn 71. KR stúlkur voru svo sem inní leiknum alveg fram á síðustu mínútur leiksins en þegar þær misstu Köru Sturludóttir og Ericu Posser útaf með 5 villur sprakk blaðran hjá þeim og Njarðvík silgdi lygnan sjó með sigurinn í land.

Það mátti greina það augljóslega að nýbakaðir Bikarmeistarar úr Njarðvík voru þreytulegir erftir annasama helgi. KR stúlkur voru hinsvegar sprækar framan af og héldu vel í við heimaliðið með miklum dugnaði. Njarðvík varð fyrir áfalli í öðrum leikhluta þegar Shanea Baker-Brice meiddist á hné og þurfti að yfirgefa völlinn. En hún snéri aftur til leiks seint í þriðja leikhluta. KR liðið gekk á lagið og aðeins tvö stig skildu liðin á hálfleik, heimamönnum í vil.

Seinni hálfleikur var alls ekki ólíkur þeim seinni, stöðubarátta mikil og mikið vantaði uppá hjá Njarðvíkurliðinu í það minnsta sem þær hafa sýnt í vetur. Sverrir Þór þjálfari Njarðvíkur þurfti á tímum að láta sínar konur heyra það hressilega. KR liðið sýndi fínan leik í þriðja leikhluta og leiddu með þremur stigum fyrir síðasta leikhlutann.

Njarðvíkurstúlkur hófu að keyra upp hraðann í fjórða leikhluta sem skilaði þeim ófáum hraðaupphlaups körfum, auðveldum körfum. Vörn gestanna var á hælunum og voru þær seinar tilbaka. Þegar aðeins 2 mínútur voru eftir af leiknum leiddi Njarðvík með þremur stigum. Á meðan KR virtust engan vegin getað komið boltanum ofaní körfuna voru það Njarðvíkurstúlkur sem nýttu sér það til fulls og sem fyrr segir sigruðu að lokum.

Sigurinn að þessu sinni hefði svo sem getað endað hjá báðum liðum. Njarðvík spilaði ekki vel þetta kvöldið, vantaði kraftinn sem einkennt hefur liðið í vetur. Hann kom hinsvegar undir lok leiks og virtist það duga að þessu sinni. KR liðið vantar tvo máttarstólpa í sitt lið. Þær Bryndísi Guðmundsdóttir og Helgu Einarsdóttir og munar um minna. En þrátt fyrir það voru þær svo sem alveg líklegar þetta kvöldið en herslumuninn vantaði. En undirritaður undrar sig á því að með þennan hóp skuli liðið ekki vera búin að innbyrða fleiri stig en raun ber vitni.

Umfjöllun: [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024