Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Njarðvík jafnaði í uppbótartíma
    VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Njarðvík jafnaði í uppbótartíma
    VF-mynd: Hilmar Bragi
Laugardagur 13. maí 2017 kl. 23:43

Njarðvík jafnaði í uppbótartíma

Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði bæði mörk Njarðvíkinga.

Njarðvík og Sindri skildu jöfn 2:2 á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í dag. Leikurinn var annar leikur Njarðvíkur í 2. deild  karla í knattspyrnu í sumar. Njarðvíkingar skoðuðu fyrsta markið og var það Ingibergur Kort Sigurðsson sem skoraði á 5. mínútu. Sindri náði að jafna á 24. mínútu úr vítaspyrnu. Sindri komst yfir á 72. mínútu úr marki úr hornspyrnu. Allt stefndi í sigur Sindra en í uppbótartíma náði Ingibergur að skora aftur fyrir Njarðvík. Maður leiksins var markaskorarinn Ingibergur Kort Sigurðsson.  Njarðvíkingar eru með 2 stig eftir jafntefli í tveim fyrstu leikjunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024