Njarðvík Íslandsmeistari í minnibolta kvenna
Njarðvíkurstúlkur urðu Íslandsmeistarar í minnibolta kvenna á dögunum eftir frábærana árangur á tímabilinu. Síðasti sigurinn sem tryggði þeim titilinn var gegn Hamri en þann leik sigraði Njarðvík örugglega 41-8. Þess má geta að Njarðvíkurstúlkur töpuðu aðeins einum leik í allan vetur, sannarlega glæsilegur árangur það, og ljóst að framtíð kvennakörfunnar í Njarðvík er björt. Þjálfari stúlknanna er Bára Lúðvíksdóttir.





