Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík í úrslit eftir stórsigur á Keflavík
Föstudagur 18. nóvember 2005 kl. 23:34

Njarðvík í úrslit eftir stórsigur á Keflavík

Njarðvíkingar munu mæta KR í úrslitum Powerade-bikarsins á morgun eftir að hafa lagt Keflvíkinga að velli, 90-62 í kvöld.

Njarðvíkingar leiddu allan leikinn, en þess ma geta að Keflvíkingar léku einnig í gærkvöldí eins og flestir vita, en þeir unnu þar frækinn sigur í áskorendakeppni Evrópu.

Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 27 stig, en Halldór Halldórsson var atkvæðamestur Keflvíkinga með 13 stig.

Úrslitaleikurinn hefst kl 16.10 á morgun, í Laugardalshöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024