Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík í undanúrslit, Grindavík úr leik
Sunnudagur 19. mars 2006 kl. 21:59

Njarðvík í undanúrslit, Grindavík úr leik

Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland-Expressdeildarinnar með sigri á ÍR, 76-78. Egill Jónasson tryggði Njarðvíkingum sigur með glæsilegri troðslu á lokasekúndum leiksins.

Á meðan töpuðu Grindvíkingar fyrir Skallagrími í Röstinni, 73-77, í framlengdum leik og þar sem þeir töpuðu í fyrri leiknum í Borgarnesi eru þeir komnir í snemmbúið sumarfrí.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024