Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 4. júní 2004 kl. 23:03

Njarðvík í annað sæti eftir tap

Njarðvíkingar töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í 1. deildinni þegar þeir lágu fyrir Valsmönnum á útivelli, 1-0.

Valsmenn komust yfir á 22. mínútu þegar þeir læddu boltanum í netið eftir hornspyrnu og mikinn atgang í teignum.
Eftir það áttu Njarðvíkingar síst minna í leiknum og komust oft nærri því að jafna, en Valsarar eru sterkir aftur og vörðust vel. Þeir héldu út í 90. mínútur sem einkenndust af mikilli baráttu og hressilegum tæklingum við kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunar.

Valsarar hafa þá skotist á topp deildarinnar og hafa eins stigs forskot á Njarðvíkinga og Breiðablik, en Njarðvík er með betra markahlutfall og heldur öðru sætinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024