Njarðvík Geysisbikarmeistari í stúlknaflokki í körfubolta
Njarðvík varð Geysis-bikarmeistari í stúlknaflokki í körfubolta eftir sigur í úrslitaleik gegn KR í Laugardalshöllinni 62:69 í mjög spenandi leik. Njarðvíkurmærin Vilborg Jónsdóttir átti stórleik með UMFN og skoraði 25 stig og var valin maður leiksins. Móðir hennar, Vala Rún Vilhjálmsdóttir starfsmaður Bílaleigunnar Geysis, afhenti henni viðurkenningu fyrir hönd KKÍ og Geysis.
Njarðvíkurstúlkur náðu 14 stiga forskoti í fyrri hálfleik en KR-stúlkur minnkuðu þann mun niður í 2 stig fyrir lokaleikhlutann sem var æsispennandi. Njarðvík var þó sterkari aðilinn þar og vann flottan sigur 62:69.