Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík gerði jafntefli við toppliðið
Bessi Jóhannsson skoraði mark Njarðvíkinga í fyrri hálfleik. VF-myndir: Pket
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 29. ágúst 2020 kl. 21:26

Njarðvík gerði jafntefli við toppliðið

Njarðvík tók á móti Kórdrengjum á Rafholtsvellinum í 2. deild karla í gær. Njarðvíkingar eru í sjötta sæti deildarinnar en ekkert langt frá að blanda sér almennilega í baráttuna um að komast upp. Leikurinn var jafn og spennandi og heimamenn líklegri en toppliðið til að fara með sigur af hólmi.

Magnað mark Bessa

Njarðvíkingar voru ákveðnari í upphafi leiks og í sókn þeirra á 23. mínútu tók Stefán Birgir Jóhannesson skot sem hrökk af varnarmanni Kórdrengja þá tók Bessi Jóhannsson viðstöðulaust skot sem svínlá í samskeytunum. Geggjað mark og Njarðvík komið með forystu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar leið á seinni hálfleikinn náðu Kórdrengir að jafna (71') og þar við sat. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en jafn og spennandi. Niðurstaðan 1:1.

Fyrirliðinn Marc McAusland lætur menn heyra það.