Njarðvík féll niður í 2. sætið eftir jafntefli

Njarðvík gerði markalaust jafntefli við Huginn í 2. deildinni í dag á Njarðtaksvellinum. Við jafnteflið féll Njarðvík í 2. sæti deildarinnar. Næsti leikur Njarðvíkur er útileikur við Sindra laugardaginn 22. júlí.