Njarðvík fær liðsstyrk
Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við Nigel Moore um að leika með karlaliði félagsins í Dominos-deildinni og lítur út fyrir að leikmaðurinn verði með liðinu á föstudag þegar Njarðvíkingar heimsækja KR-inga í DHL-höllina.
Nigel er 31 árs gamall og er 195 cm á hæð og þykir fjölhæfur leikmaður. Hann er reynslumikill leikmaður sem hefur leikið allan sinn atvinnumannaferil í Þýskalandi og í Finnlandi. Síðustu tvö tímabil hefur hann leikið með Korihait í efstu deild í Finnlandi við góðan orðstír. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga.