Njarðvík fær KR í Maltbikarnum
	Dregið var í 8 liða úrslit Maltbikarsins í körfubolta í hádeginu í dag, en leikirnir fara allir fram dagana 10.-11. desember nk.
	Kvenna og karlalið Njarðvíkur og Keflavíkur voru í pottinum og fengu þau öll heimaleiki. KR mætir suður með sjó bæði í kvenna- og karlaflokki en KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar í karlaflokki. Kvennalið Keflavíkur eru einnig ríkjandi bikarmeistarar. Það er því ljóst að hörkuleikir fara fram í byrjun desember.
	8 liða úrslit Maltbikars kvenna:
	Njarðvík- Breiðablik
	Keflavík- KR
	8 liða úrslit Maltbikars karla:
	Njarðvík- KR
	Keflavík- Haukar


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				